Aukahlutir á leiði

Mikið úrval fylgihluta til að mynda luktir, vasar og fuglar í mörgum gerðum.

Álskildir og merkingar

Álskildir og merkingar henta oft mjög vel, upphleypt letur og vel læsilegir.

Bátavörur

Festipollar og þilfarslúgur í mörgum stærðum og gerðum, sérsmíðum eftir þörfum.

Bílavörur

Upphækkunarsett í flestar gerðir jeppa og fólksbíla. Ýmsar gerðir af felguundirleggjum (Spacerum)

Frostmerki og brennimerki

Frost og brennimerki í mörgum stærðum, staðlaðir stafir eða sérsmíðuð lógó.

Gólfristar og stútar

Til á lager margar stærðir og gerðir af gólfristum og stútum.

Koparskildir og merkingar

Steypum úr kopar plötur og skildi. Til að mynda minningarskildi, hornsteinaskildi, fyrirtækismerkingar, skrautmuni, gjafavöru, blaðapressur og fleira.

Krossar og leiðisplötur

Leiðisplötur úr áli eða kopar í stærð og lögun að óskum viðskiptavina. Leiðiskrossar steyptir úr áli, hvítmálaðir, 50 cm, 80 cm og 117 cm.

Legumálmar

Til á lager mikið úrval af stöngum og rörum úr legukopar úr þremur mismunandi efnisblöndum:

  • Tinbronze (RG7)   CC 793K   Cu Sn7Zn4Pb7.
  • Tinbronze      CC 483K   Cu Sn12.
  • Alubronze      CC 333G   CuAl10Fe5Ni5-C.

Einnig til á lager:

  • Sexkant og ferkant   Tinbronze (RG7)   CC 793K   Cu Sn7Zn4Pb7.
  • Grafít og Olíubronze.
  • Frimet teflonlegur.
  • Bolidan hvítmálm og fortiningarduft.

Við fáum með stuttum fyrirvara legur og legumálma frá Jenst og Bolidan. Við steypum með hraði þær stærðir eða blöndur sem ekki eru til á lager. Smelltu hér til að skoða heimasíðu Jenst.

Listmunir

List, gjafa og verðlaunamunir. Sérsmíðað ýmist úr áli eða kopar.

Mataráhöld

Frá því að fyrirtækið var stofnað 1949 hafa verið framleidd mataráhöld þó aðalega pottar og pönnur, einnig ýmsir aðrir munir svo sem álegspressur, patéform, samlokugrill og ýmislegt fleira. Íslenska pönnukökupannan hefur þó verið þar lang fyrirferðamest.

Raflínubúnaður

Í tugi ára höfum við framleitt tengibúnað fyrir raflínur. Við höfum hannað og framleitt búnaðinn í samvinnu við Landsnet, Rarik og fleiri fyrirtæki sem vinna við uppsetningu og viðhald slíks búnaðar. Nánari upplýsingar um raflínubúnað Sækja PDF skrá.

Skipabúnaður

Við höfum alla tíð verið mjög tengdir sjávarútvegi og framleitt margt fyrir þann iðnað. Framleiðum slöngutengi, slöngustúta, hespur, slönguklemmur, suðuflangsa, suðustúta, beygjur, minnkanir og margt fleira til tenginga á 10″, 12″, 14″ og 18″ slöngum og börkum. Á flöngsum eru gúmmíþéttingar og á hespum eru öryggislæsingar. Við framleiðum líka tersabolta og rær ásamt því að sérsmíða alla þá hluti úr áli og kopar sem völ er á.

Sorplúgur

Sorplúgan er trúlega sá hlutur sem flestir hafa einhverntíman snert eða séð af framleiðslu okkar. Við seljum þær í tveimur litum hvítar og gráar. Einnig eigum við til varahluti í þær til að mynda þéttigúmmí og fleira.

Stafir

Bjóðum upp á svarta og hvíta stafi: 10 cm, 20 cm og 30 cm.

Vegvísar

Margar stærðir og gerðir af vegvísum með upphleyptu letri.

Útibekkir og borð

Útibekkir og borð í nokkrum útfærslum. Hliðar eru steypar úr áli. Setur og bök eru úr áli, furu eða GAF plastefni með viðaráferð og þarf ekkert viðhald.