Legumálmar
Til á lager mikið úrval af stöngum og rörum úr legukopar úr þremur mismunandi efnisblöndum:
- Tinbronze (RG7) CC 793K Cu Sn7Zn4Pb7.
- Tinbronze CC 483K Cu Sn12.
- Alubronze CC 333G CuAl10Fe5Ni5-C.
Einnig til á lager:
- Sexkant og ferkant Tinbronze (RG7) CC 793K Cu Sn7Zn4Pb7.
- Grafít og Olíubronze.
- Frimet teflonlegur.
- Bolidan hvítmálm og fortiningarduft.
Við fáum með stuttum fyrirvara legur og legumálma frá Jenst og Bolidan. Við steypum með hraði þær stærðir eða blöndur sem ekki eru til á lager. Smelltu hér til að skoða heimasíðu Jenst.
Raflínubúnaður
Í tugi ára höfum við framleitt tengibúnað fyrir raflínur. Við höfum hannað og framleitt búnaðinn í samvinnu við Landsnet, Rarik og fleiri fyrirtæki sem vinna við uppsetningu og viðhald slíks búnaðar. Nánari upplýsingar um raflínubúnað Sækja PDF skrá.
Skipabúnaður
Við höfum alla tíð verið mjög tengdir sjávarútvegi og framleitt margt fyrir þann iðnað. Framleiðum slöngutengi, slöngustúta, hespur, slönguklemmur, suðuflangsa, suðustúta, beygjur, minnkanir og margt fleira til tenginga á 10″, 12″, 14″ og 18″ slöngum og börkum. Á flöngsum eru gúmmíþéttingar og á hespum eru öryggislæsingar. Við framleiðum líka tersabolta og rær ásamt því að sérsmíða alla þá hluti úr áli og kopar sem völ er á.